
„Við þurfum að virða hversu sterkir Frakkarnir eru og vera þess minnugir hvað gerðist í Frakklandi. Vonandi getum við komist oftar í pressustöðu, oftar með boltann. En klárlega þurfum við að spila sterka vörn og þá hentar okkur að vera í fimm manna frekar en fjögurra manna.“
Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari íslenska landsliðsins um uppstillingu liðsins sem mætir Frakklandi í kvöld. Það má því gera ráð fyrir að uppstilling liðsins verði flæðandi og varnarlega verður liðið með fimm manna varnarlínu.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Frakkland
„Mikael Egill hefur spilað hægri kant með sínu félagsliði, Genoa. Hann er sterkur varnarlega þannig með þessu uppleggi getum við pressað í fjögurra manna framlínu og svo getur hann droppað í vængbakvörð. Ég taldi hann besta kostinn til að sinna báðum hlutverkum.
Ég er búinn að þekkja Loga mjög lengi og þekki hans styrkleika og veikleika. Mér líður eins og þetta sé kvöldið fyrir hann, á móti svona góðu liði þá getur Logi brugðið sér í allra kvikinda líki,“ sagði Arnar jafnframt í viðtali við Sýn Sport.