Billy Vigar, fyrrum akademíuleikmanns Arsenal, lést í leik fyrr á þessu ári. Vigar var 21 árs og var að spila útileik með utandeildarliðinu Chichester City gegn Wingate & Finchley þegar hann lenti á steypuvegg þegar hann var að reyna að halda boltanum í leik.
Hann lést af höfuðmeiðslum sem hann hlaut
Hann lést af höfuðmeiðslum sem hann hlaut
Wingate & Finchley hefur nú rifið þennan steypuvegg niður á heimavelli sínum.
Enska fótboltasambandið sagði að það myndi fara beint í að gera ítarlega skoðun á öryggismálum á fótboltavöllum í utandeildinni eftir að Vigar lést.
Vigar kom í akademíu Arsenal 14 ára gamall en yfirgaf hana á síðasta ári.
Athugasemdir