Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sveindís byrjaði í sigri
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Angel City 2 - 0 Houston Dash
1-0 Kennedy Fuller ('53)
2-0 Maiara Niehues ('86)

Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Angel City og lék fyrstu klukkustundina í sigri gegn Houston Dash í bandaríska boltanum í gærkvöldi.

Staðan var markalaus í leikhlé og skoraði hin átján ára gamla Kennedy Fuller fyrsta mark leiksins á 53. mínútu.

Heimakonur í liði Englaborgar voru sterkari allan leikinn og tókst að bæta öðru marki við á lokamínútunum, þegar hin brasilíska Maiara Niehues kom inn af bekknum og skoraði til að innsigla sigurinn.

Þetta er langþráður sigur hjá Sveindísi og stöllum eftir fimm leiki í röð án sigurs.

Þetta var ellefti deildarleikur Sveindísar í Bandaríkjunum og hefur hún skorað eitt mark og gefið eina stoðsendingu hingað til.

Það eru aðeins tvær umferðir eftir af deildartímabilinu og þurfa Sveindís og stöllur á kraftaverki að halda til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina.
Athugasemdir