Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 13. desember 2024 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hlæ því mér finnst þetta bara vera út í bláinn"
Eddie Howe, stjóri Newcastle, segist hlæja að sögusögnum um að miðjumaðurinn Sandro Tonali sé á förum frá félaginu.

Það hefur verið eitthvað slúðrað um það að Tonali gæti verið á leið heim til Ítalíu annað hvort í janúar eða næsta sumar.

„Ég er ekki með nein plön um að missa Sandro," sagði Howe.

„Ég hlæ því mér finnst þetta bara vera út í bláinn. Sandro er mikilvægur hluti af því sem við erum að gera og fjárfestingin í honum er til langtíma."

„Persónulega er ég mjög ánægður með hann og höfum við byggt upp sterkt samband."

Tonali sneri fyrr á tímabilinu úr löngu banni eftir að hafa brotið veðmálareglur.
Athugasemdir