Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. janúar 2019 21:59
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real Sociedad hafði betur í fimm marka leik
Hinn 27 ára gamli Willian Jose er búinn að vera öflugur á tímabilinu og mun líklega spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir Brasilíu von bráðar.
Hinn 27 ára gamli Willian Jose er búinn að vera öflugur á tímabilinu og mun líklega spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir Brasilíu von bráðar.
Mynd: Getty Images
Real Sociedad 3 - 2 Espanyol
1-0 Mikel Merino ('3)
2-0 Willian Jose ('8, víti)
2-1 Naldo ('32)
2-2 Diego Llorente ('45, sjálfsmark)
3-2 Willian Jose ('63)
Rautt spjald: Mikel Merino, Sociedad ('75)

Real Sociedad tók á móti Espanyol í síðasta leik 19. umferðar í efstu deild á Spáni.

Heimamenn komust tveimur mörkum yfir í upphafi leiks þökk sé mörkum frá Mikel Merino og Willian Jose.

Gestirnir frá Barcelona voru ekki á því að gefast upp og minnkaði Naldo muninn með skalla eftir hornspyrnu áður en Diego Llorente setti knöttinn klaufalega í eigið net, mistök sem hann hefði getað komist hjá.

Staðan var 2-2 í hálfleik og var Willian Jose aftur á ferðinni eftir leikhlé. Hann fékk glæsilega fyrirgjöf frá Merino og kláraði laglega. Merino var rekinn útaf nokkru síðar þegar hann fékk sitt annað gula spjald.

Tíu leikmenn Sociedad héldu út þrátt fyrir mikinn sóknarþunga gestanna og er liðið nú þremur stigum frá Evrópusæti, einu stigi fyrir ofan Espanyol.
Athugasemdir
banner
banner
banner