Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 14. janúar 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Andre Gomes mættur á æfingasvæðið
Portúgalski miðjumaðurinn Andre Gomes, sem meiddist illa í leik Everton gegn Tottenham í nóvember, er mættur aftur á æfingasvæði félagsins.

Gomes meiddist eftir tæklingu Son Heung-min og hefur hans verið sárt saknað á miðju Everton.

Son fékk beint rautt spjald fyrir tæklinguna en spjaldið var dregið til baka þegar atvikið var skoðað betur.

Hér fyrir neðan má sjá endurkomu Gomes á æfingasvæðið. Hann mun þó ekki æfa með liðsfélögunum næstu vikurnar enda enn haltrandi.


Athugasemdir