Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. janúar 2020 14:21
Elvar Geir Magnússon
Nýr þjálfari Barcelona: Var að ganga innan um kýr í gær
Quique Setien, fyrir miðju.
Quique Setien, fyrir miðju.
Mynd: Getty Images
Quique Setien, nýr þjálfari Barcelona, segist ekki hafa getað ímyndað sér í sínum „villtustu draumum" að hann yrði þjálfari Barcelona.

Setien gerði samning til sumarsins 2022 og var formlega kynntur á fréttamannafundi í dag.

„Ég verð að þakka félaginu fyrir þetta tækifæri. Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og þessari áskorun. Í gær var ég að ganga innan um kýr í heimabæ mínum og núna er ég hér í Barcelona, þjálfari bestu leikmanna heims," segir Setien.

Þessi 61 árs stjóri tekur við Barcelona á toppi La Liga, með betri markatölu en Real Madrid.

„Ég þakka Ernesto Valverde fyrir að skilja toppliðið eftir handa mér. Mitt markmið er að vinna allt, allt sem hægt er að vinna. Þetta félag stefnir ekki á neitt annað."

„Ég tel að besta leiðin að sigrum sé að spila góðan fótbolta. Það virkar ekki alltaf en þetta snýst ekki um einn dag, þetta snýst um að halda áfram," segir Setien.

Hans fyrsti leikur við stjórnvölinn verður heimaleikur gegn Granada á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner