Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. janúar 2022 08:51
Elvar Geir Magnússon
Verður íslensk samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Midtjylland?
Elías Rafn Ólafsson og Hákon Rafn Valdimarsson í U21 landsliðsverkefni.
Elías Rafn Ólafsson og Hákon Rafn Valdimarsson í U21 landsliðsverkefni.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekstra Bladet segir að danska félagið Midtjylland hafi gert tilboð í Hákon Rafn Valdimarsson sem spilar fyrir Elfsborg í Svíþjóð.

Ef Midtjylland myndi kaupa Hákon yrði íslensk samkeppni um markvarðarstöðuna en Elías Rafn Ólafsson landsliðsmarkvörður er aðalmarkvörður Midtjylland eftir að Jonas Lössl var lánaður til Brentford.

Hákon Rafn er tvítugur og uppalinn hjá Gróttu en gekk í raðir Elfsborg síðasta sumar og lék nokkra leiki með aðalliði félagsins í haust.

Hákon lék sinn fyrsta A-landsleik þegar hann spilaði seinni hálfleikinn í 1-1 jafnteflinu gegn Úganda á miðvikudaginn.

Nú er vetrarfrí í dönsku úrvalsdeildinni en Midtjylland er á toppnum með tveimur stigum meira en FC Kaupmannahöfn.


Athugasemdir
banner
banner