Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
   þri 14. mars 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vieri ósáttur með Lukaku: Væri markahæstur á hverju tímabili
Mynd: Getty Images

Christian Vieri var algjör markamaskína á tíma sínum með Inter í Serie A og skoraði meðal annars 23 mörk í 22 deildarleikjum eitt tímabilið. 


Vieri var uppá sitt besta í kringum aldamótin, þegar margir af bestu varnarmönnum heims voru í Serie A. Hann er mikill stuðningsmaður Inter í dag og er gagnrýninn á hæfileika Romelu Lukaku.

„Þegar Inter spilar á heimavelli skapar liðið 10 færi á leik. Þeir spila vel. Þeir eru með Dumfries og Dimarco sem gefa góðar fyrirgjafir, Barella. Það er mikið af leikmönnum í liðinu sem koma Lukaku í góðar stöður," segir Vieri.

„Ég get sagt ykkur það að ef ég væri að spila fyrir þetta Inter lið væri ég markahæsti leikmaður Serie A á hverju ári."

Vieri skoraði 123 mörk í 190 leikjum með Inter en hann braust fram í sviðsljósið þegar hann gerði 29 mörk í 32 leikjum með Atletico Madrid tímabilið 1997-98.

Lukaku er aðeins kominn með þrjú mörk í deildinni það sem af er tímabils og er Inter svo gott sem búið að missa af Ítalíumeistaratitlinum.


Athugasemdir
banner
banner