Katla Tryggvadóttir spilaði sinn fyrsta deildarleik með Kristianstad í dag þegar fyrsta umferðin í sænska boltanum fór fram.
Katla skoraði eitt mark í 3-1 sigri Kristianstad á AIK og þá spilaði Hlín Eiríksdóttur allan leikinn fyrir Kristianstad. Guðný Árnadóttir var þá á varamannabekknum.
Frábær byrjun hjá Kötlu en hún gekk í raðir Kristianstad frá Þrótti þar sem hún lék í Bestu deildinni á síðustu leiktíð.
Þá spilaði Bryndís Arna Níelsdóttir rúman hálftíma fyrir Vaxjö sem tapaði gegn Pitea með þremur mörkum gegn tveimur. Bryndís var í byrjunarliðinu en þurfti að fara af velli vegna meiðsla og inn fyrir hana kom Þórdís Elva Ágústsdóttir.
34’ 0-2 Katla Tryggvadóttir???? pic.twitter.com/ETOmp96q3r
— Kristianstads DFF (@KDFF1998) April 14, 2024
Athugasemdir