Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. maí 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zubizarreta að hætta hjá Marseille - Villas-Boas gæti fylgt
Zubizarreta starfaði hjá Barcelona þegar Suarez var keyptur frá Liverpool.
Zubizarreta starfaði hjá Barcelona þegar Suarez var keyptur frá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Andoni Zubizarreta, fyrrum markvörður Barcelona og spænska landsliðsins, er að hætta sem yfirmaður knattspyrnumála hjá franska félaginu Marseille samkvæmt fjölmiðlum þar í landi.

Andre Villas-Boas, eftirsóttur þjálfari félagsins, er talinn líklegur til að yfirgefa félagið í kjölfarið. Samningur hans við Marseille rennur út á næsta ári en fjölmiðlar í Frakklandi telja hann ósáttan með metnaðarleysi stjórnar félagsins.

Mögulegt er að Villas-Boas segi upp samningi sínum eða gangi til liðs við nýtt félag sem er reiðubúið til að borga upp samninginn hans við Marseille. Talið er að Villas-Boas og Zubizarreta gætu haldið áfram að starfa saman sem teymi hjá nýju félagi.

Stuðningsmenn Marseille eru ósáttir með stefnuna sem félagið hefur verið að taka að undanförnu þrátt fyrir gott gengi innan vallar undir stjórn Villas-Boas. Marseille endaði í öðru sæti frönsku deildarinnar þegar tímabilið var blásið af og vann sér þannig inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar næsta haust.

Sjá einnig:
Villas-Boas vill fjárhagslegan stuðning til að halda áfram hjá Marseille
Villas-Boas ætlar ekki aftur í ensku úrvalsdeildina
Newcastle er með varaáætlun
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner