Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. maí 2021 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Newcastle og Man City: Carson í markinu hjá meisturunum
Scott Carson spilar sinn fyrsta leik fyrir Man City
Scott Carson spilar sinn fyrsta leik fyrir Man City
Mynd: EPA
Newcastle United og Manchester City eigast við í 36. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á St. James's Park í kvöld en það eru heldur betur stórfréttir af byrjunarliði City. Scott Carson er í rammanum hjá meisturunum.

Carson er 35 ára gamall og hefur verið á láni hjá City frá Derby County síðustu tvö árin. Hann hefur verið þriðji markmaður liðsins og komið inn með mikla reynslu til að vera Ederson og Zack Steffen til halds og trausts.

Hann spilar nú fyrsta leik sinn fyrir félagið gegn Newcastle en um leið er þetta fyrsti úrvalsdeildarleikur hans í 10. Pep Guardiola gerir fimm breytingar á liði sínu. Kyle Walker, Eric Garcia, Ilkay Gündogan og Bernardo Silva koma einnig inn í liðið.

Steve Bruce, stjóri Newcastle, gerir aðeins eina breytingu á liðinu sem vann Leicester á dögunum. Joelinton kemur inn fyrir Callum Wilson sem er meiddur.

Newcastle: Dubravka, Murphy, Fernandez, Dummett, Krafth, Ritchie, Willock, Shelvey, Almiron, Saint-Maximin, Joelinton.

Man City: Carson, Walker, Garcia, Ake, Cancelo, Rodrigo, Gundogan, Bernardo, Torres, Sterling, Jesus.
Athugasemdir
banner
banner
banner