Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 14. maí 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Laporte löglegur með Spáni - FIFA búið að samþykkja
Aymeric Laporte.
Aymeric Laporte.
Mynd: EPA
FIFA hefur samþykkt að varnarmaðurinn Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, sé orðinn löglegur fyrir spænska landsliðið.

Hann getur því leikið með Spáni á EM 2020 í sumar en ýmsir fjölmiðlar fullyrða að hann verði valinn í hópinn.

Laporte, sem er 26 ára, er fæddur í Frakklandi og spilaði fyrir yngri landslið Frakka en hann hefur aldrei spilað fyrir A-landsliðið sem er í raun ótrúlegt miðað við það hve öflugur hann hefur verið fyrir Manchester City.

Laporte er af baskaættum en hann spilaði í átta ár með Athletic Bilbao á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner
banner