Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 14. maí 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er það óvæntasta sem ég man eftir í mörg ár"
Breiðablik vann 9-0 sigur á Fylki í fyrstu umferð en fékk svo skell gegn ÍBV.
Breiðablik vann 9-0 sigur á Fylki í fyrstu umferð en fékk svo skell gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV vann gríðarlega óvæntan sigur á Breiðablik í annarri umferð Pepsi Max-deildar kvenna fyrr í þessari viku.

Breiðablik tók forystuna snemma en ÍBV gafst ekki upp og náði að snúa leiknum við. Þær voru 4-1 yfir í hálfleik en misstu leikmann af velli - Olga Sevcova - með rautt spjald undir lok hálfleiksins. Vestmannaeyingar voru mjög skipulagðar í seinni hálfleik og lönduðu 4-2 sigri.

Rætt var um þessi ótrúlegu úrslit í síðasta þætti af hlaðvarpsþættinum Heimavellinum.

„Kristín Dís var mjög fljót að skora. Maður var eiginlega farin að signa sig, maður bjóst við öðru en aldeilis ekki. ÍBV voru snöggar að koma sér í frábæra stöðu. Ég veit ekki hvað maður á að segja; frábær frammistaða og karakter hjá ÍBV," sagði Mist Rúnarsdóttir.

„Þær skora fjögur mörk, þetta eru fleiri mörk en Breiðablik fékk á sig allt síðasta sumar," sagði Hulda Mýrdal en Blikar fengu á sig þrjú mörk í 15 leikjum síðasta sumar.

„Þetta var mjög ólíkt Blikum, þetta lið sem manni hefur fundist vera með hausinn algjörlega rétt skrúfaðann á. Þær voru hálf vankaðar," sagði Mist og bætti við að þetta hefði verið mjög vel uppsettur leikur hjá ÍBV.

„Þetta er það óvæntasta sem ég man eftir í mörg ár, alla vega út frá því hvernig þær mættu í fyrsta leik," sagði Mist en Blikar unnu fyrsta leik gegn Fylki 9-0.

Næsta umferð Pepsi Max-deildarinnar er á morgun. Það verður áhugavert að sjá hvernig Blikar og ÍBV koma inn í næsta leik.

laugardagur 15. maí

Pepsi-Max deild kvenna
13:00 Tindastóll-ÍBV (Sauðárkróksvöllur)
14:00 Valur-Fylkir (Origo völlurinn)
14:00 Keflavík-Þróttur R. (HS Orku völlurinn)
16:00 Breiðablik-Þór/KA (Kópavogsvöllur)
16:00 Selfoss-Stjarnan (JÁVERK-völlurinn)

Sjá einnig:
Hvaða leið fer Pepsi Max-deildin eftir óvænta umferð?

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.
Heimavöllurinn: Lygileg úrslit og 2. deild af stað
Athugasemdir
banner
banner
banner