Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 14. júní 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Óli Kristjáns: Urðum bensínlausir gegn Blikum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH tekur á móti Stjörnunni í 8. umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld á Kaplakrikavelli.

Bæði lið eru með 11 stig í 4. og 5. sæti deildarinnnar, fimm stigum á eftir Breiðabliki og ÍA sem eru á toppi deildarinnar.

„Þetta verður hörkuleikur í kvöld og ég á ekki von á öðru en að bæði lið ætli sér að sækja þrjú stig. Það er frábært þegar þú nærð nokkrum sigurleikjum í röð en að sama skapi er fúlt þegar þú nærð ekki sigrum í nokkrum leikjum í röð," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari FH í samtali við Fótbolta.net aðspurður út í leikinn í kvöld og mikilvægi þess.

Hann segir að FH-ingarnir hafi nýtt sér frí-ið vel og að landsleikjapásan hafi verið kærkomin. Hann segir til að mynda að í tapinu gegn Blikum í síðustu umferð hafi FH-ingarnir orðið bensínlausir í seinni hálfleiknum.

„Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi. Við áttum ekki meira til á tanknum í seinni hálfleiknum, þannig er það stundum. Auðvitað hefðum við viljað fá stig úr þeim leik en Blikarnir voru einfaldlega betri."

Ólafur segist ekki vera óánægður með spilamennsku liðsins þrátt fyrir aðeins eitt stig í síðustu tveimur leikjum gegn Breiðabliki og Fylki.

Steven Lennon hefur verið að koma jafnt og þétt meira inn í lið FH eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í upphafi tímabils. Ólafur segir að Lennon hafi nýtt landsleikjafrí-ið vel og sé kominn á góða stað hvað varðar leikform.

Leikur FH og Stjörnunnar verður flautaður á klukkan 19:15 í kvöld.

8. umferð Pepsi Max-deildarinnar:

föstudagur 14. júní
19:15 Fylkir-Breiðablik (Würth völlurinn)
19:15 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)
19:15 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)

laugardagur 15. júní
16:00 ÍA-KR (Norðurálsvöllurinn)
16:00 Valur-ÍBV (Origo völlurinn)
17:00 KA-Grindavík (Greifavöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner