Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 14. júní 2021 12:09
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Tékklands og Skotlands: Tierney fjarri góðu gamni
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Tékkland og Skotland eigast við í fyrsta leik dagsins á EM allsstaðar. Liðin eru í D-riðli ásamt Englandi og Króatíu sem mættust í gær.

Hvorki Tékkum né Skotum hefur verið að ganga neitt sérlega vel að undanförnu og líklegt að innbyrðisviðureign þjóðanna muni ráða úrslitum um hvor þeirra fær tækifæri til að komast úr riðlinum.

Það er ekki mikill gæðamunur á liðunum og mikið af leikmönnum sem lesendur gætu kannast við. Í byrjunarliði Tékka má finna West Ham-félagana Tomas Soucek og Vladimir Coufal ásamt Jakub Jankto leikmanni Sampdoria og Patrik Schick sem er hjá Leverkusen. Matej Vydra, leikmaður Burnley, er á varamannabekk Tékka.

Skotar spila á heimavelli og eru stærstu tíðindin að Kieran Tierney, bakvörður Arsenal, er ekki í hóp. Hann er eflaust veikur eða meiddur enda lykilmaður í landsliðinu.

Andy Robertson, bakvörður Liverpool, er stærsta stjarna Skota en í liðinu má einnig finna menn á borð við Scott McTominay (Man Utd) og John McGinn (Aston Villa).

Lyndon Dykes, sóknarmaður QPR, heldur Che Adams á bekknum en Stuart Armstrong, liðsfélagi Adams hjá Southampton, fær sæti í byrjunarliðinu.

Ekkert pláss er fyrir Ryan Fraser eða Billy Gilmour í byrjunarliðinu en hægt er að búast við að þeir komi inn af bekknum ásamt Adams.

Þessar þjóðir áttust við í ÞJóðadeildinni í fyrra og höfðu Skotar þá betur í tvígang eftir naumar viðureignir.

Tékkland: Vaclik, Coufal, Celustka, Kalas, Boril, Kral, Soucek, Masopust, Darida, Jankto, Schick.
Varamenn: Mandous, Kaderabek, Brabec, Barak, Holes, Krmencik, Sevcik, Zima, Hlozek, Vydra, Mateju, Pekhart.

Skotland: Marshall, O'Donnell, Hanley, Cooper, Hendry, Robertson, McGinn, McTominay, Armstrong, Christie, Dykes.
Varamenn: Gordon, McLaughlin, McGregor, Adams, Taylor, Turnbull, Nisbet, Fraser, Patterson, Gilmour, Forrest, McKenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner