Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 09:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Copa America: Kólumbía byrjar á sigri
Cardona skoraði eina mark leiksins
Cardona skoraði eina mark leiksins
Mynd: EPA
Kólumbía 1 - 0 Ekvador
1-0 Edwin Cardona ('42)

Kólumbía vann í nótt sigur á Ekvador í öðrum leik Copa America. Brasilía hafði áður unnið Venesúela í fyrsta leik keppninnar.

Það var Edwin Cardona sem skoraði eina mark leiksins í nótt eftir sendingu frá Miguel Borja á 42. mínútu leiksins. Markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu en eftir skoðun í VAR fékk það að telja. Borja fékk sendingu í gegn sem hann skallaði fyrir fætur Cardona sem kláraði með skoti.

Kólumbía var það lið sem sótti talsvert meira í leiknum en Ekvadorar voru þó ekki langt frá því að jafna í byrjun seinni hálfleiks. David Ospina varði vel í marki Kólumbíu á 54. mínútu en hafði annars lítið að gera.

Fimm lið eru í riðli B og sat Perú hjá í fyrstu umferð. Brasilía er á toppnum með betri markatölu en Kólumbía. Fjögur efstu lið riðilsins fara áfram í 8-liða úrslit en neðsta liðið dettur úr leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner