Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. júlí 2020 15:30
Innkastið
„Vond frammistaða en hann er kornungur"
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Aumingja Hákon í markinu átti stórslysaleik. Það er hægt að skrifa fyrstu þrjú mörk leiksins á strákinn," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær þegar rætt var um 4-0 sigur ÍA gegn Gróttu.

Markvörðurinn ungi Hákon Rafn Valdimarsson átti ekki góðan leik á Seltjarnarnesinu á sunnudag.

„Maður hefur séð Hákon og hvers hann er megnugur, til dæmis í fyrstu umferð gegn Blikunum. Þetta var vond frammistaða hjá honum en hann er kornungur og hefur allt til brunns að bera til að verða frábær markvörður. Þetta var vond frammistaða en vonandi var þetta one off," sagði Ingólfur Sigurðsson.

Hákon hefur haft mikið að gera í fyrstu leikjunum hjá Gróttu.

„Ég held að þeir þurfi að hafa hvað minnstar áhyggjur af markmannsstöðunni. Það eru ansi mörg önnur skörð sem þarf að kíkja á," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu.

„Hann er lunkinn í fótunum, hann er hávaxinn og þetta er leikmaður sem á eftir að læra helling. Aron Dagur (Birnuson, KA) fékk ekki tækifæri í næsta leik til að læra af þessum mistökum og gera betur og ég vona að Grótta fari ekki í eitthvað svoleiðis því þarna ertu fyrst og fremst með topp söluvöru."

Hér að neðan má hlusta á Innkastið í heild.
Innkastið - Fylkir kemur öllum á óvart og óvæntur brottrekstur
Athugasemdir
banner
banner
banner