Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 14. júlí 2024 17:28
Hákon Dagur Guðjónsson
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hægt að kvarta aðeins yfir vindinum, þetta eru tvö lið sem vilja spila flottan fótbolta og flottar aðstæður hjá Vestra, nýtt gras og gaman að koma hingað. Ég hef aldrei komið hingað. Það er það eina, ég er gríðarlega ánægður mðe úrslitin og ánægður að fá þrjú stig," svaraði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-2 sigur á Vestra á Ísafirði í dag aðspurður hvort það væri hægt að kvarta yfir einhverju eftir svona leik.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 KA

KA hafði öll völd á vellinum með vindinn í fangið en er erfiðara að vera með vindinn í bakið í svona aðstæðum?

„Það fer eftir hvað þú ert að gera, það er mjög þægilegt að vera komnir yfir þegar við fáum vindinn á okkur. Við réðum vel við það og spiluðum vel. Stundum hefði ég viljað spila honum aðeins meira en við gerðum það vel. Við héldum líka hreinu sem er frábært. Þrjú góð stig því Vestri er með hörkulið og mjög öflugir. Mér fannst við halda þeim frá flestum færunum, það er eitt á 90. mínútu eftir horn sem við björgum. Góð björgun hjá Bigga en annars fengu þeir engin færi."

KA fékk á sig átta gul spjöld í dag og Vestri fimm og tvö rauð.

„Þetta eru bara tvö lið sem eru að keppa í botnbaráttu og mikið undir. Það var mikið um návígi og því miður fyrir bæði lið fullt af spjöldum. Ég veit allavega að öll miðjan mín er í banni í næsta leik. Ég ætla ekki að kvarta yfir of miklu því við komum hingað vestur og náðum í þrjú stig."

Nánar er rætt við Hadda í spilaranum að ofan og hann ræðir þar byrjunina á mótinu sem var ekki nógu góð.
Athugasemdir