Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   sun 14. júlí 2024 17:28
Hákon Dagur Guðjónsson
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hægt að kvarta aðeins yfir vindinum, þetta eru tvö lið sem vilja spila flottan fótbolta og flottar aðstæður hjá Vestra, nýtt gras og gaman að koma hingað. Ég hef aldrei komið hingað. Það er það eina, ég er gríðarlega ánægður mðe úrslitin og ánægður að fá þrjú stig," svaraði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-2 sigur á Vestra á Ísafirði í dag aðspurður hvort það væri hægt að kvarta yfir einhverju eftir svona leik.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 KA

KA hafði öll völd á vellinum með vindinn í fangið en er erfiðara að vera með vindinn í bakið í svona aðstæðum?

„Það fer eftir hvað þú ert að gera, það er mjög þægilegt að vera komnir yfir þegar við fáum vindinn á okkur. Við réðum vel við það og spiluðum vel. Stundum hefði ég viljað spila honum aðeins meira en við gerðum það vel. Við héldum líka hreinu sem er frábært. Þrjú góð stig því Vestri er með hörkulið og mjög öflugir. Mér fannst við halda þeim frá flestum færunum, það er eitt á 90. mínútu eftir horn sem við björgum. Góð björgun hjá Bigga en annars fengu þeir engin færi."

KA fékk á sig átta gul spjöld í dag og Vestri fimm og tvö rauð.

„Þetta eru bara tvö lið sem eru að keppa í botnbaráttu og mikið undir. Það var mikið um návígi og því miður fyrir bæði lið fullt af spjöldum. Ég veit allavega að öll miðjan mín er í banni í næsta leik. Ég ætla ekki að kvarta yfir of miklu því við komum hingað vestur og náðum í þrjú stig."

Nánar er rætt við Hadda í spilaranum að ofan og hann ræðir þar byrjunina á mótinu sem var ekki nógu góð.
Athugasemdir
banner
banner