Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   þri 14. ágúst 2018 21:35
Sævar Ólafsson
Sigurður Heiðar: Við þorðum ekki að koma við þá
..þó bjartur á framhaldið hjá Leiknismönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn finna sig í botnbaráttu eftir sjötta leik liðsins í röð án sigurs. Leiknismenn áttu erfiðan dag og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Aðstoðarþjálfari Leiknis, Sigurður Heiðar Höskuldsson var að vonum brúnaþungur í leikslok.

„Jú mikil vonbrigði – okkur fannst vera lag að spýta aðeins í lófana eftir tap í síðasta leik – okkur fannst lag að koma til baka eftir lélegan leik á móti ÍR og höfðum trú á því og komum rosalega sterkir inn í leikinn fannst mér, byrjuðum mjög vel en svo voru það einstaklingsmistök og eins og við missum trú á þessu“ voru fyrstu viðbrögð Sigurðar við tapinu.

HK voru í sérflokki í fyrri hálfleik og hefðu mögulega getað farið inn til leikhlés með þriggja eða fjögurra marka forrystu.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  2 HK

„Þetta byrjaði ágætlega og svo tóku þeir yfir eftir að við förum að gera mikið af tæknifeilum og og sendingar ekki að ganga upp og við misstum svolítið trúnna á þessu, þeir voru bara yfir í öllu, öllum návígjum og allri baráttu og við þorðum ekki að koma við þá“

Leiknismenn bitu í skjaldarrendurnar í hálfleik og fóru aðeins að bíta frá sér, sem skilaði þeim færum til að jafnvel komast inn í leikinn

„Við svona fórum aðeins yfir það í hálfleik – að bæta úr því og mér fannst við svara því ágætlega

„Við áttum erfitt með að koma skoti á markið hreinlega – eftir margar góðar sóknir þá var eins og end productið væri svolítið off hjá okkur og það var svolítið sagan í leiknum, svona litlir tæknifeilar

Leiknismenn finna sig í botnbaráttu og hafa sogast hægt og rólega niður í harðan botnslag Inkasso deildarinnar

„Já það er Magni á laugardaginn fyrir norðan og við erum ekkert að gefast upp, við þurfum bara að finna aðeins meiri trú á verkefninu og mér finnst liðið bara búið að look´a vel á æfingum og mér finnst enn þá vera flott stemmning í hópnum, þannig að ég hef engar áhyggjur"

Leiknisliðinu hefur gengið erfiðlega að skora mörk á tímabilinu og einn þeirra helsti markaskorari, Sólon Breki Leifsson hefur verið á meiðslalistanum síðustu vikur.

„Já hann er bara væntanlegur á allra næstu vikum“ hafði Sigurður Heiðar um mögulega endurkomu Sólons Breka að segja.

Viðtalið í heild sinni má nálgast hér í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner