Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. ágúst 2022 12:07
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Forest og West Ham: Lingard mætir sínum gömlu félögum
Nottingham Forest.
Nottingham Forest.
Mynd: Getty Images
Lingard í treyju West Ham árið 2021.
Lingard í treyju West Ham árið 2021.
Mynd: Getty Images

Fyrsti leikur dagsins í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á The City Ground en þar mætast Nottingham Forest og West Ham United.


Nýliðarnir í Forest töpuðu í fyrstu umferð deildarinnar en þá gerðu þeir sér ferð norður og mættu Newcastle. Leiknum lauk með 2-0 sigri Newcastle en leikmenn eins og Dean Henderson og Jesse Lingard léku þá sinn fyrsta leik í treyju Forest.

Gestirnir í West Ham mættu ofjörlum sínum í Manchester City í fyrstu umferð en þar vann City með tveimur mörkum gegn engu. Yfirburðir City voru mjög miklir í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu fyrir þá. Erling Haaland gerði tvennu fyrir Man City í leiknum.

Steve Cooper, stjóri Nottingham Forest, gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Newcastle. Orel Mangala og Taiwo Awoniyi koma inn í liðið og spila báðir sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir liðið.

Jack Colback og Sam Surridge fara úr byrjunarliðinu.

David Moyes, stjóri West Ham, gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu. Said Benrahma kemur þá inn fyrir Manuel Lanzini sem fær sér sæti á bekknum.

Flautað verður til leiks klukkan 13:00.

Nottingham Forest: Henderson, Worrall, Mangala, Williams, Awoniyi, Lingard, O'Brien, Toffolo, Niakhate, Johnson, McKenna.
(Varamenn: Hennessey, Biancone, Cook, Soh, Surridge, Mighten, Cafu, Taylor, Hammond.)

West Ham: Fabianski, Johnson, Cresswell, Zouma, Coufal, Rice, Soucek, Fornals, Antonio, Bowen, Benrahma. 
(Varamenn: Areola, Randolph, Scamacca, Lanzini, Downes, Cornet, Coventry, Ashby.)


Athugasemdir
banner
banner