Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. ágúst 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Spennandi slagir í Bestu deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við fáum sex leiki í dag til að kveðja þessa skemmtilegu fótboltahelgi sem er þó hvergi nærri að ljúka hér á Íslandi því það eru líka skemmtilegir leikir annað kvöld.


Í dag eru þrír leikir á dagskrá úr Bestu deild karla og tveir úr Lengjudeildinni auk eins úr 4. deild.

ÍBV tekur á móti FH í fallbaráttuslag á sama tíma og KA fær ÍA í heimsókn á Akureyri. Skagamenn verma botnsæti deildarinnar á meðan KA er á góðu skriði og freistar þess að ná öðru sætinu af Víkingi R., í það minnsta tímabundið.

Valur og Stjarnan takast svo á í lokaleik kvöldsins sem er jafnframt stórleikur helgarinnar í íslenska boltanum. Aðeins eitt stig skilur þessi öflugu lið að í fjórða og fimmta sæti.

Í Lengjudeildinni takast Grindavík og Kórdrengir á áður en Þór mætir HK í hörkuslag. HK stefnir beint aftur upp í efstu deild á meðan Þór virðist vera á góðri leið með að bjarga sér frá því sem hefði verið óvænt fall. 

Besta-deild karla
16:00 ÍBV-FH (Hásteinsvöllur)
16:00 KA-ÍA (Greifavöllurinn)
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)

Lengjudeild karla
18:00 Grindavík-Kórdrengir (Grindavíkurvöllur)
18:00 Þór-HK (SaltPay-völlurinn)

4. deild karla - B-riðill
19:00 Afríka-KÁ (OnePlus völlurinn)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner