Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   sun 14. ágúst 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Lazio og Roma mæta til leiks
Mynd: EPA

Ítalska deildartímabilið hófst á sigrum AC Milan, Inter, Atalanta og Torino í gær og eru fjórir aðrir leikir á dagskrá í dag.


Lazio og Fiorentina byrja daginn á heimaleikjum gegn Bologna og nýliðum Cremonese. Það verður athyglisvert að fylgjast með Cremonese sem hafa bætt við sig meira en tíu leikmönnum í sumar.

Spezia mætir svo Empoli í kvöld á meðan Roma heimsækir Salernitana sem bjargaði sér frá falli í fyrra þökk sé hálfgerðu kraftaverki. Salernitana hefur farið mikinn á leikmannamarkaðinum í sumar og keypt meira en tíu leikmenn, rétt eins og Cremonese.

Maurizio Sarri og Jose Mourinho mæta báðir til leiks í kvöld þar sem þeir eru við stjórnvölinn hjá erkifjendunum og nágrannaliðunum Lazio og Roma. Þeir töluðu um hvorn annan í aðdraganda fyrstu umferðar.

Leikir dagsins:
16:30 Lazio - Bologna (Stöð 2 Sport 2)
16:30 Fiorentina - Cremonese (Stöð 2 Sport 3)
18:45 Spezia - Empoli (Stöð 2 Sport 3)
18:45 Salernitana - Roma (Stöð 2 Sport 2)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 6 5 0 1 12 6 +6 15
2 Roma 6 5 0 1 7 2 +5 15
3 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
4 Inter 6 4 0 2 17 8 +9 12
5 Juventus 6 3 3 0 9 5 +4 12
6 Atalanta 6 2 4 0 11 5 +6 10
7 Bologna 6 3 1 2 9 5 +4 10
8 Como 6 2 3 1 7 5 +2 9
9 Sassuolo 6 3 0 3 8 8 0 9
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Cagliari 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Lazio 6 2 1 3 10 7 +3 7
14 Parma 6 1 2 3 3 7 -4 5
15 Lecce 6 1 2 3 5 10 -5 5
16 Torino 6 1 2 3 5 13 -8 5
17 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
18 Verona 6 0 3 3 2 9 -7 3
19 Genoa 6 0 2 4 3 9 -6 2
20 Pisa 6 0 2 4 3 10 -7 2
Athugasemdir
banner