Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 14. ágúst 2024 10:16
Elvar Geir Magnússon
Brentford stendur fast á verðmiðanum á Toney
Powerade
Enski sóknarmaðurinn Ivan Toney.
Enski sóknarmaðurinn Ivan Toney.
Mynd: Getty Images
Real Madrid ætlar ekki að selja Vini Jr.
Real Madrid ætlar ekki að selja Vini Jr.
Mynd: Getty Images
Allt helsta slúðrið er hér á sama stað. Enska úrvalsdeildin fer af stað á föstudagskvöld og félögin eru á fullu að reyna að styrkja sig áður en fjörið hefst.

Brentford ætlar sér að fá að minnsta kosti 60 milljónir punda fyrir enska framherjann Ivan Toney (28), sem Chelsea og Manchester United hafa áhuga á. (Independent)

Ajax hefur áhuga á að fá Aaron Ramsdale (26) markvörð Arsenal. (Sky Sports)

Arsenal er með í skoðun að fá Joan Garcia (23) spænskan markvörð Espanyol þar sem Ajax veltir fyrir sér nýju tilboði í Ramsdale eftir að lánstilboði var hafnað. (Mail)

Real Madrid mun ekki leyfa brasilíska framherjanum Vinicius Junior (24) að fara til Sádi-Arabíu, jafnvel þó þeir fái heimsmetstilboð. (AS)

Bournemouth er að horfa til Eddie Nketiah (25), framherja Arsenal, til að fylla skarð Dominic Solanke sem fór til Tottenham. (Mail)

Brighton hefur leitað til franska varnarmannsins Olivier Boscagli (26) en PSV Eindhoven vill miklu meira en enska félagið hefur boðið. (Eindhovens Dagblad)

Leicester City hefur gert fjögurra milljóna punda tilboð í Jordan Ayew (32) framherja Crystal Palace og Gana. (Mail)

Chelsea vill gefa senegalska framherjanum Nicolas Jackson (23) tveggja ára framlengingu sem myndi skuldbinda hann til félagsins til ársins 2033. (Telegraph)

Barcelona hefur hafnað tilboði upp á 24 milljónir punda frá Everton í brasilíska framherjann Vitor Roque (19). (Sky Þýskalandi)

Manchester United hefur áhuga á að fá Marcos Alonso (33), spænskan fyrrum varnarmann Chelsea, en hann er frjáls ferða sinna eftir að hafa yfirgefið Barcelona. (Athletic)

Velski varnarmaðurinn Ben Davies (31) mun líklega sjá út síðasta ár samnings síns hjá Tottenham frekar en að leita að einhverju öðru í sumar. (Football Insider)

Napoli og RB Leipzig leiða kapphlaupið um að fá Samu Omorodion (20) spænskan framherja Atletico Madrid eftir að ekkert varð af sölu hans til Chelsea (Football Insider)

Getafe hefur áhuga á að fá Ashley Phillips (19), enskan miðvörð Tottenham, á láni. (Sky Sports)

Tvö ensk úrvalsdeildarfélög hafa sent Southampton fyrirspurn varðandi argentínska miðjumanninn Carlos Alcaraz (21). (Teamtalk)

Brentford er að ganga frá samningi við írska miðvörðinn Dara O'Shea (25) en Burnley mun hagnast á leikmanninum eftir að hafa keypt hann frá West Bromwich Albion í fyrra. (Telegraph)

Al-Ittihad vill ekki selja franska miðjumanninn N'Golo Kante (33) þrátt fyrir að hafa rætt við West Ham og Atletico Madrid. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner