Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
banner
   fös 14. september 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Gulli Gull: Þetta er aðallega frá Mána
Breiðablik-Stjarnan klukkan 19:15 á morgun
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef tekið þátt í tveimur bikarúrslitaleikjum og hef spilað milljón leiki. Þetta er kannski öðruvísi hjá mér en öðrum leikmönnum en spennan er mikil," segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, um leikinn gegn Stjörnunni í úrslitum Mjólkurbikarsins annað kvöld.

Breiðablik hefur nýtt landsleikjahléið til undirbúnings fyrir úrslitaleikinn en liðið lagði meðal annars Víking R. 1-0 í æfingaleik á dögunum.

„Við höfum tapað tvisvar fyrir Stjörnunni í sumar og við þurfum að reyna að hindra það sem mest sem þeir eru góðir í. Við einblínum á það í varnarleiknum og ætlum okkur síðan að nýta veikleika sem þeir hafa."

Stuðningsmenn Breiðabliks eru sérstaklega spenntir fyrir grannaslaginn á morgun. „Það er meiri tilhlökkun hjá þar og meira stress. Það er eðlilega öðruvísi. Það erum við sem spilum leikinn og aðalmálið er að við séum klárir þegar til kastana kemur á laugardaginn."

Breiðablik og Stjarnan eru nágrannafélög og lúmskur rígur er á milli félaganna.

„Þetta er aðallega frá Mána (Péturssyni, útvarpsmanni), hann bjó eitthvað til á sínum tíma. Síðan er þetta banter á milli stuðningsmanna. Ég á sjálfur fína félaga í Stjörnunni. Þetta er skemmtilegt ef þetta fer ekki yfir strikið."

Leikurinn fer fram klukkan 19:15 annað kvöld og Gunnleifur er ánægður með þann leiktíma. „Vélin á mér er þá komin aðeins meira í gang, seinni partinn. Það hentar mér bara vel," sagði Gulli léttur í bragði.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner