Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fös 14. september 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Gulli Gull: Þetta er aðallega frá Mána
Breiðablik-Stjarnan klukkan 19:15 á morgun
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef tekið þátt í tveimur bikarúrslitaleikjum og hef spilað milljón leiki. Þetta er kannski öðruvísi hjá mér en öðrum leikmönnum en spennan er mikil," segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, um leikinn gegn Stjörnunni í úrslitum Mjólkurbikarsins annað kvöld.

Breiðablik hefur nýtt landsleikjahléið til undirbúnings fyrir úrslitaleikinn en liðið lagði meðal annars Víking R. 1-0 í æfingaleik á dögunum.

„Við höfum tapað tvisvar fyrir Stjörnunni í sumar og við þurfum að reyna að hindra það sem mest sem þeir eru góðir í. Við einblínum á það í varnarleiknum og ætlum okkur síðan að nýta veikleika sem þeir hafa."

Stuðningsmenn Breiðabliks eru sérstaklega spenntir fyrir grannaslaginn á morgun. „Það er meiri tilhlökkun hjá þar og meira stress. Það er eðlilega öðruvísi. Það erum við sem spilum leikinn og aðalmálið er að við séum klárir þegar til kastana kemur á laugardaginn."

Breiðablik og Stjarnan eru nágrannafélög og lúmskur rígur er á milli félaganna.

„Þetta er aðallega frá Mána (Péturssyni, útvarpsmanni), hann bjó eitthvað til á sínum tíma. Síðan er þetta banter á milli stuðningsmanna. Ég á sjálfur fína félaga í Stjörnunni. Þetta er skemmtilegt ef þetta fer ekki yfir strikið."

Leikurinn fer fram klukkan 19:15 annað kvöld og Gunnleifur er ánægður með þann leiktíma. „Vélin á mér er þá komin aðeins meira í gang, seinni partinn. Það hentar mér bara vel," sagði Gulli léttur í bragði.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner