Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: RB Leipzig á toppnum eftir jafntefli gegn Bayern
Þjálfararnir, Nagelsmann og Kovac.
Þjálfararnir, Nagelsmann og Kovac.
Mynd: Getty Images
RB Leipzig 1 - 1 Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('3 )
1-1 Emil Forsberg ('45 , víti)

Bayern München gerði jafntefli í annað sinn á tímabilinu þegar liðið mætti RB Leipzig á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Robert Lewandowski kom Bayern snemma yfir þegar hann kom boltanum í netið eftir sendingu frá Thomas Müller.

Bayern fékk vítaspyrnu eftir tæpar 40 mínútur, en gleðin var stutt þar sem vítaspyrnudómunum var breytt með hjálp VAR. Stuttu síðar fékk Leipzig vítaspyrnu sem Emil Forsberg skoraði úr. Staðan var því jöfn í hálfleik.

Bayern var miklu meira með boltann í leiknum, án þess þó að skapa sér fleiri marktækifæri en Leipzig. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Bayern er í þriðja sæti með átta stiga eftir fjóra leiki. Leipzig er á toppnum með 10 stig.

Sjá einnig:
Þýskaland: Dortmund fór illa með Leverkusen
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner