Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 14. september 2019 07:00
Magnús Már Einarsson
Víkingur varð Íslandsmeistari á þessum degi 1991 - Annar titill í dag?
Björn Bjartmarz var hetjan árið 1991.
Björn Bjartmarz var hetjan árið 1991.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Í dag eru 28 ár síðan að Víkingur R. tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri á Víði í Garði í lokaumferðinni.

Björn Bjartmarz var hetja Víkinga en hann skoraði tvívegis í síðari hálfleik.

Víkingur hefur ekki unnið stóran titil síðan þá en í dag gæti liðið unnið titil á nýjan leik, nákvæmlega 28 árum eftir Íslandsmeistaratitilinn.

Víkingur mætir FH í úrslitum Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli klukkan 17:00 í dag.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn

Hér að neðan má sjá svipmyndir úr sigri Víkings á Víði árið 1991.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner