Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 14. september 2020 21:41
Aksentije Milisic
Lampard: Frammistaðan var allt í lagi
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, var sáttur með stigin þrjú gegn Brighton í kvöld og segir að frammistaðan hjá liðinu hafi verið allt í lagi.

Chelsea vann 1-3 útisigur á Brighton í kvöld þar sem Reece James skoraði og lagði upp fyrir gestina. Liðið virkaði ekki alltof sannfærandi í kvöld en stigin þrjú engu að síður í höfn.

„Við vorum allt í lagi. Ég var sáttur með vinnuframlagið. Við höfum bara verið saman sem lið í fjóra daga og það er erfitt að búast við því að allt klikki saman á einum degi," sagði Lampard.

„Markið hjá Reece fékk mig til þess að stökkva úr sætinu. Við þurftum eitthvað svona á þessum tíma leiksins. Við vorum að ströggla en Reece getur þetta. Hann er með mikil gæði."

„Það var ekki jafn mikið flæði á spilinu okkar og ég hefði viljað, en við munum bæta okkur í því. Við sýndum vilja og þetta var leikur sem við hefðum ekki endilega unnið á síðasta tímabili," sagði Lampard að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner