Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. september 2022 20:16
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Einherji aftur upp í 3. deild (Staðfest)
Einherji er komið aftur upp í 3. deild
Einherji er komið aftur upp í 3. deild
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Einherji 5 - 2 Ýmir (Samanlagt 10-3)
1-0 Alejandro Barce Lechuga ('7 )
1-1 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('43 )
2-1 Maxim Iurcu ('66 )
2-2 Hörður Máni Ásmundsson ('68 , Mark úr víti)
3-2 Stefan Penchev Balev ('71 )
4-2 Heiðar Aðalbjörnsson ('87 )
5-2 Rubén Menéndez Riesco ('90 , Mark úr víti)

Einherji hefur tryggt sér sæti í 3. deild eftir að hafa unnið Ými, 5-2, á Vopnafirði í dag. Einherji vann einvígið samanlagt 10-3, og fer því beint upp eftir að hafa fallið úr deildinni í fyrra.

Vopnfirðingar unnu fyrri leikinn 5-1 og voru því í nokkuð góðum málum fyrir leikinn í dag.

Alejandro Lechuga kom Einherja yfir á 7. mínútu áður en Eiður Gauti Sæbjörnsson jafnaði undir lok fyrri hálfleiks.

Í þeim síðari kom Maxim Iurcu liði Einherja yfir á 66. mínútu en Hörður Máni Ásmundsson jafnaði tveimur mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu.

Á síðustu tuttugu mínútum skoruðu heimamenn þrjú mörk í gegnum þá Stefan Balev, Heiðar Aðalbjörnsson og Rubén Riesco og lokatölur því 5-2.

Einherji, sem féll úr 3. deildinni á síðasta tímabili, fer því beinustu leið upp. Liðið mun mæta Árbæ eða Hvíta riddaranum í úrslitum 4. deildar þar sem bikar er undir.
Athugasemdir
banner
banner
banner