Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 14. október 2019 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Formaður enska knattspyrnusambandsins: Hræðilegt í alla staði
Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins
Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins
Mynd: Getty Images
Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins, var í losti yfir atburðunum sem áttu sér stað í 6-0 sigri enska landsliðsins á Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Hegðun stuðningsmanna Búlgaríu var skammarleg í Sofíu í Búlgaríu í kvöld en Tyrone Mings, varnarmaður enska liðsins, varð fyrir hrottalegum rasisma á leiknum.

Mings lét Harry Kane, fyrirliða Englands vita, sem ræddi svo við dómarann en leikurinn var stöðvaður í tvígang áður en Ivelin Popov, fyrirliði Búlgaríu, ræddi við stuðningsmenn í hálfleik.

Enska knattspyrnusambandið lýsti yfir vonbrigðum sínum með yfirlýsingu á Twitter en Greg Clarke, formaður knattspyrnusambandsins, ræddi þá einnig við Phil McNulty hjá BBC.

„Þetta er eitt versta kvöld sem ég hef orðið vitni að í knattspyrnunni. Þetta var sorglegt og hræðilegur rasismi í alla staði," sagði Clarke.

Í yfirlýsingu knattspyrnusambandsins þá kemur fram að sambandið mun ræða við UEFA.

„Við getum staðfest það að leikmenn enska landsliðið urðu fyrir grófum rasisma í leiknum gegn Búlgaríu í kvöld. Þetta er óásættanlegt og við mun styðja við leikmenn og þjálfaralið Englands."

„Það sorglega við þetta er að þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmenn enska liðsins lenda í þessu og það er ekki pláss fyrir svona hegðun í okkar samfélagi og hvað þá í fótbolta. Við munum fara fram á að UEFA hefji rannsókn á þessu máli og það sem allra fyrst,"
sagði í yfirlýsingu sambandsins.
Athugasemdir
banner
banner