Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 14. október 2019 11:56
Elvar Geir Magnússon
Túfa aðstoðarþjálfari Heimis hjá Val (Staðfest)
Srdjan Tufegdzic.
Srdjan Tufegdzic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Vals í Pepsi Max-deild karla. Hann verður aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar sem tekur við af Ólafi Jóhannessyni.

Tilkynning Vals:
Srdjan Tufegdzic hefur verið ráðinn í þjálfarateymi Vals, meistaraflokki karla sem aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar.

Túfa eins og hann er ávallt kallaður kom til Íslands árið 2006 sem leikmaður KA og þjálfaði jafnframt yngri flokka félagsins með góðum árangri. Hann lék yfir 100 leiki með KA en eftir að ferli hans sem leikmaður lauk gerðist hann aðstoðarþjálfari Bjarna Jóhannssonar. Árið 2016 tekur Túfa við sem aðalþjálfari KA og stýrði liðinu upp í efstu deild að nýju eftir 13 ára fjarveru.

Túfa var aðalþjálfari Grindavíkur á nýliðnu keppnistímabili. Túfa sem mun koma að afreksþjálfun hjá Val er að ljúka UEFA Pro þjálfaragráðunni hjá írska knattspyrnusambandinu sem er æðsta þjálfaragráðan í Evrópu.

Srdjan Tufegdzic:

„Það er gríðarlegur heiður fyrir mig að ganga til liðs við Val og er ég mjög stoltur og þakklátur fyrir tækifærið að vinna fyrir stærsta félagið á Íslandi og með sigursælasta þjálfaranum Heimi Guðjónssyni og frábærum leikmannahópi félagsins."

Heimir Guðjónsson:

„Frábært fyrir Val að fá Túfa inn í þjálfarateymið því hann er metnaðarfullur og góður þjálfari“


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner