Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. október 2021 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mee með Covid - Missir af viðureign gegn City
Mynd: Getty Images
Ben Mee varnarmaður Burnley hefur verið greindur með Covid. Hann mun því missa af viðureign liðsins gegn Manchester City á laugardaginn.

Sean Dyche þjálfari Burnley sagði að Mee væri hress en ekki ljóst hvenær hann gæti byrjað að spila aftur.

Mee er sá eini í félaginu sem er með Covid en Dyche vildi ekkert tjá sig um hverjir væru bólusettir.

„Öllum er frjálst að gera það sem þeir vilja. Ég er bólusettur og allt teymið eftir því sem ég best veit. Ég myndi mæla með bólusetningu en það er val. Ég neyði engan í það," sagði Dyche.

Það er mikið áhyggjuefni hversu fáir leikmenn hafa farið í bólusetningu en í október kom það framað innan við helmningur leikmanna í ensku deildunum væru bólusettir.

Úrvalsdeildin hefur íhugað að verðlauna félögum sem eru með hátt hlutfall leikmanna sem hafa verið bólusettir, á einhvern hátt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner