Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. janúar 2021 22:35
Victor Pálsson
Alex Bergmann í Víking R. (Staðfest)
Alex til hægri í baráttunni.
Alex til hægri í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Bergmann Arnarsson hefur skrifað undir samning við Víking Reykjavík í Pepsi-Max deild karla en þetta fékkst staðfest í kvöld.

Alex er fæddur árið 1999 en hann er sonur Arnars Gunnlaugssonar sem er núverandi þjálfari Víkinga og fyrrum atvinnumaður.

Alex spilaði með Njarðvík síðasta sumar í 2. deildinni og kom þar við sögu í sjö leikjum. Hann var þar í láni frá Fram.

Alls hefur Alex spilað 24 meistaraflokksleiki á ferinum fyrir Njarðvík, Fram, Fjarðabyggð og Úlfana.

Varnarmaðurinn fagnaði 21 árs afmæli sínu þann 27. desember síðastliðinn og hefur nú samið við Víkinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner