BATE Borisov hefur keypt Willum Þór Willumsson frá Breiðabliki en félagaskiptin voru staðfest nú rétt í þessu. Willum skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við BATE.
Willum fór til Hvíta-Rússlands í vikunni að skoða aðstæður og hann sá BATE vinna Arsenal 1-0 á heimavelli í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.
Willum fór til Hvíta-Rússlands í vikunni að skoða aðstæður og hann sá BATE vinna Arsenal 1-0 á heimavelli í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.
BATE er langstærsta félagið í Hvíta-Rússlandi en það hefur orðið meistari þar í landi þrettán ár í röð. Í Hvíta-Rússlandi er sumardeild en nýtt tímabil þar hefst í kringum mánaðarmótin mars/apríl.
Á undanförnum níu tímabilum hefur BATE farið sjö sinnum í riðlakeppni í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.
Hinn tvítugi Willum var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar hjá Fótbolta.net á síðasta tímabili. Willum spilaði einn leik í Pepsi-deildinni 2016 og átta leiki 2017 en í fyrra festi hann sig í sessi í liði Breiðabliks og skoraði sex mörk í nítján leikjum.
Willum spilaði sinn fyrsta U21 landsleik í október í fyrra og í janúar kom fyrsti A-landsleikurinn gegn Eistlandi í Katar. Willum lék aldrei með U17 ára landsliði Íslands og einungis tvo leiki með U19 ára liðinu.
Í vetur hefur ítalska félagið Spezia reynt ítrekað að kaupa Willum en án árangurs. Fleiri erlend félög hafa sýnt Willum áhuga en BATE hefur nú unnið kapphlaupið um hann.
Athugasemdir