Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 15. febrúar 2021 22:31
Anton Freyr Jónsson
Elmar Hjaltalín: Það eru þá það góðir leikmenn að við getum ekki sagt nei
Elliði vann C-deildina
Elliði vann C-deildina
Mynd: Twitter
Elliði og Árborg mættust á Würth-vellinum í Árbænum í úrslitaleik C-deildar í Fótbolta.net mótinu.

Jafnræði var með liðunum allt þar til á 84. mínútu þegar Pétur Óskarsson slapp einn í gegn og kom Elliða yfir.

Það var svo á 90.mínútu sem Elliði fékk vítarspyrnu og Óskar Arnarsson fór á punktinn og skoraði og lokatölur 2-0 fyrir Elliða.

,Mér fannst þetta ótrúlega jafnleikur. Árborg er með hörku lið og stóðu virkilega vel í okkur og leikurinn klárast í lokin."voru fyrstu viðbrögð Elmars Hjaltalín, þjálfara Elliða.

Elmar Örn Hjaltalín var ekki sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir 2-0 sigur.

„Ég er ekki sáttur með spilamennskuna, við spiluðum mun betur í hinum þremur leikjunum, en höldum hreinu og erum smá heppnir en náum að klára leikinn 2-0."

Hvað tekur Elmar jákvætt úr þessu móti?

„Leikmenn að fá leiki. Maður er að sjá nýja leikmenn og maður getur gefið þeim tækifæri og það er bara frábært."

Mun Elliði styrkja hópinn fyrir komandi Íslandsmót?

„Það ræðst bara. Við erum með þéttan hóp og þeir sem bætast þá inn í hann í viðbót, það eru þá leikmenn sem eru það góðir að það við getum ekki sagt nei við þá."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner