Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 15. apríl 2021 23:30
Aksentije Milisic
Einkunnir ensku liðanna: Sóknarmenn Arsenal öflugir - Bissaka bestur hjá United
Þessir tveir voru frábærir í kvöld.
Þessir tveir voru frábærir í kvöld.
Mynd: EPA
Bissaka skilaði sínu.
Bissaka skilaði sínu.
Mynd: Getty Images
Manchester United og Arsenal komust áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar í kvöld.

United vann Granada á heimavelli 2-0 en fyrri leikurinn á Spáni endaði einnig 2-0.

Arsenal slátraði Slavia Prag á útivelli og vann leikinn með fjórum mörkum gegn engu. Fyrri leikurinn endaði 1-1 í London og því fer Arsenal áfram samanlagt 5-1.

Sky Sports gaf leikmönnum United einkunnir fyrir leikinn í kvöld. Aaron Wan-Bissaka þótti bestur á vellinum en hann fékk átta.

Restin af byrjunarliðinu fengu allir sjö. Þar á meðal Edinson Cavani en hann skoraði fyrsta mark United með góðu skoti eftir sendingu frá Paul Pogba.

Man Utd: de Gea (7), Wan Bissaka (8), Tuanzebe (7), Lindelof (7), Alex Telles (7), Matic (7), Pogba (7), Fred (7), Bruno Fernandes (7), Greenwood (7), Cavani (7).

Varamenn: Mata (6), James (6), van de Beek (6). Aðrir spiluðu of lítið til þess að fá einkunn.

Maður leiksins: Aaron-Wan Bissaka.

Evening Standard gaf leikmönnum Arsenal einkunnir. Alexandre Lacazette, Emile-Smith Rowe og Bukayo Saka fengu allir níu í einkunn. Rowe var valinn maður leiksins.

Arsenal: Leno (6), Chambers (8), Holding (7), Mari (7), Xhaka (7), Ceballos (7), Partey (8), Saka (9), Rowe (9), Lacazette (9), Pepe (8).

Varamenn: Elneny (6). Aðrir spiluðu of lítið til þess að fá einkunn.

Maður leiksins: Emile-Smith Rowe
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner