Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 15. apríl 2021 18:53
Aksentije Milisic
Jón Dagur og Mikael úr leik í danska bikarnum - Rúnar Már vann Ofurbikarinn
Rúnar.
Rúnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undanúrslit danska bikarsins kláruðust í kvöld en þar voru þeir Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson í eldlínunni.

SönderjyskE og FC Midtjylland áttust við einni viðureigninni og Randers og AGF í hinni.

Midtjylland vann fyrri leikinn á heimavelli 1-0 og fór því með forystu í leikinn í kvöld. Markalaust var í hálfleik en SönderjyskE tók heldur betur við sér í þeim síðari.

Liðið skoraði þrjú mörk áður en gestirnir minnkuðu muninn undir lokinn og niðurstaðan því 3-2 samanlagður sigur SoenderjyskE.

Alexander Scholz gerði sjálfsmark í leiknum en Mikael Neville Anderson lék fyrstu 67 mínúturnar fyrir Midtjylland.

Jón Dagur Þorsteinsson lék 64 mínútur þegar AGF gerði 1-1 jafntefli við Randers á útivelli. Randers vann fyrri leik liðanna 2-0 og fer því áfram í úrslitaleikinn.

Í Rúmeníu var spilað um Ofurbikarinn en þar mættust meistararnir í CFR Cluj og FC FCSB.

Rúnar Már byrjaði á bekknum en kom inn á 83. mínútu leiksins. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli en Cluj sigraði 4-1 eftir vítaspyrnukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner