29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mán 15. apríl 2024 15:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
'Fyrsta markið fyrir ÍA í efstu deild og er stoltur af því'
'Fyrsta markið fyrir ÍA í efstu deild og er stoltur af því'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Rúnar lítur mjög vel út'
'Rúnar lítur mjög vel út'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á þetta, mikilvægast var að fá heimaleik og við fengum það. Ég þekki ekki Tindastólsliðið mikið persónulega en við munum klárlega kortleggja þá fyrir þennan leik," sagði Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, við Fótbolta.net í dag.

ÍA mætir Tindastól á heimavelli í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku.

Það eru tveir fyrrum leikmenn Tindastóls í liði ÍA. Það eru þeir Jón Gísli Eyland Gíslason og Rúnar Már Sigurjónsson.

„Þeir voru fljótir að senda á mig, ánægðir með dráttinn. Það er skemmtilegt að hafa einhverjar tengingar, smá extra krydd."

Rúnar Már hefur ekki formlega verið tilkynntur sem leikmaður ÍA. Hvernig er staðan á honum?

„Hann lítur mjög vel út, búinn að vera æfa með sjúkraþjálfaranum, byrjaður í bolta, en hvenær hann er klár er ekki mitt að segja. Mér finnst hann mjög gíraður og það gengur vel."

Arnór var á skotskónum í gær þegar ÍA lagði HK í Kórnum. „Tilfinningin var frábær, æðislegt að fá að fagna með fjölskylduna í stúkunni. Persónulega hafði þetta mikla þýðingu fyrir mig, fyrsta markið fyrir ÍA í efstu deild og er stoltur af því."

„Fyrst og fremst voru þetta mikilvæg þrjú stig, fáum framherjann okkar í gang, höldum hreinu; Árni Marinó búinn að líta mjög vel út. Steinar Þorsteins og Johannes Vall með stoðsendingar, margir sem áttu góðan dag og eru komnir í gang. Það er mjög jákvætt fyrir okkur,"
sagði Arnór.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner