Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 15. apríl 2024 15:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
'Fyrsta markið fyrir ÍA í efstu deild og er stoltur af því'
'Fyrsta markið fyrir ÍA í efstu deild og er stoltur af því'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Rúnar lítur mjög vel út'
'Rúnar lítur mjög vel út'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á þetta, mikilvægast var að fá heimaleik og við fengum það. Ég þekki ekki Tindastólsliðið mikið persónulega en við munum klárlega kortleggja þá fyrir þennan leik," sagði Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, við Fótbolta.net í dag.

ÍA mætir Tindastól á heimavelli í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku.

Það eru tveir fyrrum leikmenn Tindastóls í liði ÍA. Það eru þeir Jón Gísli Eyland Gíslason og Rúnar Már Sigurjónsson.

„Þeir voru fljótir að senda á mig, ánægðir með dráttinn. Það er skemmtilegt að hafa einhverjar tengingar, smá extra krydd."

Rúnar Már hefur ekki formlega verið tilkynntur sem leikmaður ÍA. Hvernig er staðan á honum?

„Hann lítur mjög vel út, búinn að vera æfa með sjúkraþjálfaranum, byrjaður í bolta, en hvenær hann er klár er ekki mitt að segja. Mér finnst hann mjög gíraður og það gengur vel."

Arnór var á skotskónum í gær þegar ÍA lagði HK í Kórnum. „Tilfinningin var frábær, æðislegt að fá að fagna með fjölskylduna í stúkunni. Persónulega hafði þetta mikla þýðingu fyrir mig, fyrsta markið fyrir ÍA í efstu deild og er stoltur af því."

„Fyrst og fremst voru þetta mikilvæg þrjú stig, fáum framherjann okkar í gang, höldum hreinu; Árni Marinó búinn að líta mjög vel út. Steinar Þorsteins og Johannes Vall með stoðsendingar, margir sem áttu góðan dag og eru komnir í gang. Það er mjög jákvætt fyrir okkur,"
sagði Arnór.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner