Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
   mán 15. apríl 2024 15:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
'Fyrsta markið fyrir ÍA í efstu deild og er stoltur af því'
'Fyrsta markið fyrir ÍA í efstu deild og er stoltur af því'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Rúnar lítur mjög vel út'
'Rúnar lítur mjög vel út'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á þetta, mikilvægast var að fá heimaleik og við fengum það. Ég þekki ekki Tindastólsliðið mikið persónulega en við munum klárlega kortleggja þá fyrir þennan leik," sagði Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, við Fótbolta.net í dag.

ÍA mætir Tindastól á heimavelli í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku.

Það eru tveir fyrrum leikmenn Tindastóls í liði ÍA. Það eru þeir Jón Gísli Eyland Gíslason og Rúnar Már Sigurjónsson.

„Þeir voru fljótir að senda á mig, ánægðir með dráttinn. Það er skemmtilegt að hafa einhverjar tengingar, smá extra krydd."

Rúnar Már hefur ekki formlega verið tilkynntur sem leikmaður ÍA. Hvernig er staðan á honum?

„Hann lítur mjög vel út, búinn að vera æfa með sjúkraþjálfaranum, byrjaður í bolta, en hvenær hann er klár er ekki mitt að segja. Mér finnst hann mjög gíraður og það gengur vel."

Arnór var á skotskónum í gær þegar ÍA lagði HK í Kórnum. „Tilfinningin var frábær, æðislegt að fá að fagna með fjölskylduna í stúkunni. Persónulega hafði þetta mikla þýðingu fyrir mig, fyrsta markið fyrir ÍA í efstu deild og er stoltur af því."

„Fyrst og fremst voru þetta mikilvæg þrjú stig, fáum framherjann okkar í gang, höldum hreinu; Árni Marinó búinn að líta mjög vel út. Steinar Þorsteins og Johannes Vall með stoðsendingar, margir sem áttu góðan dag og eru komnir í gang. Það er mjög jákvætt fyrir okkur,"
sagði Arnór.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner