Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
banner
   sun 14. apríl 2024 21:03
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrri hálfleikurinn var hörkuleikur, við vorum nokkuð ánægðir með hann. Hann var mjög jafn og mér fannst við vera með undirtökin. Síðan breytir auðvitað rauða spjaldið leiknum en engu að síður þá förum við inn í hálfleikinn og vildum skerpa á okkar leik.“ Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA um markalausan fyrri hálfleik er ÍA vann sannfærandi 4-0 sigur á liði HK í Kórnum í dag.

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

Þær lagfæringar sem að Skagamenn gerðu á leik sínum í hálfleik voru fljótar að skila sér og gerði lið öll fjögur mörk sín í síðari hálfleik gegn 10 leikmönnum HK sem misstu mann af velli undir lok fyrri hálfleiks.

„Við þurftum að færa boltann aðeins hraðar til að skapa okkur betri sóknarstöður og það fannst mér ganga frábærlega í seinni hálfleik.“

Viktor Jónsson fór mikinn fyrir framan mark HK í dag og endaði leikinn með þrennu. Nokkuð sem hefur væntanlega vakið gleði hjá Jóni Þóri.

„Já heldur betur. Hann kláraði sín færi frábærlega í dag og spilaði virkilega vel eins og hann hefur svo sem alltaf gert fyrir okkur þegar að hann hefur verið heill. Þannig að þetta er ekkert sem kemur mér á óvart og bara framhald á hans tímabili frá því í fyrra. “

Enn er beðið eftir formlegri staðfestingu frá ÍA um að Rúnar Már Sigurjónsson sé orðin leikmaður félagsins. 5.apríl síðastliðin sagði Jón Þór að hann yrði tilkynntur í vikunni sem nú er á enda en ekkert bólar á tilkynningunni þó. Hver er staðan?

„Ég er búinn að segja það síðan í október að ég eigi von á því að það klárist fyrir eða eftir helgi þannig að ég bíð bara jafn spenntur og þú.“

Sagði Jón Þór en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner