Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mán 15. apríl 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona bara að skoða tvo möguleika í stjóraleit sinni
Xavi Hernandez.
Xavi Hernandez.
Mynd: EPA
Margir þjálfarar hafa verið orðaðir við Barcelona eftir að Xavi tilkynnti að hann myndi hætta eftir yfirstandandi leiktíð. Þar á meðal eru Hansi Flick, Julian Nagelsmann, Roberto De Zerbi og Ruben Amorim.

En núna segir Sport á Spáni að Börsungar séu aðeins að skoða tvo möguleika.

Það er annað hvort að Rafa Marquez, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi þjálfari unglingaliðs félagsins, taki við stjórnartaumunum eða þá að Xavi hætti við að hætta.

Barcelona heldur enn í vonina að Xavi hætti við að hætta. Hann tilkynnti að hann myndi ganga frá borði fyrir nokkrum vikum síðan þar sem pressan í starfinu væri svo mikil. Félagið vill samt sem áður halda honum.

Ef það gengur ekki eftir, þá er Marquez öflugur kostur þar sem hann myndi ekki biðja um há laun og þekkir hann félagið inn og út.
Athugasemdir
banner
banner
banner