Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mán 15. apríl 2024 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Juve ætlar að krækja í Felipe Anderson og Bonaventura í sumar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Juventus ætli að krækja í tvo öfluga Serie A leikmenn á frjálsri sölu í sumar.

Annar þeirra er brasilíski kantmaðurinn Felipe Anderson, sem á 31 árs afmæli í dag.

Anderson er mikilvægur hlekkur í liði Lazio og hefur komið að 12 mörkum í 44 leikjum það sem af er tímabils, en hann hefur einnig leikið fyrir West Ham United, Porto og Santos á ferlinum.

Anderson, sem á ekki nema tvo A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu, hefur í heildina spilað yfir 300 keppnisleiki á sjö og hálfu ári hjá Lazio.

Hinn er Giacomo Bonaventura, ítalskur miðjumaður sem verður 35 ára gamall í ágúst en er ennþá í frábæru standi og spilar mikilvægt hlutverk í liði Fiorentina.

Bonaventura hefur komið að 11 mörkum í 37 leikjum á tímabilinu en hann á í heildina 156 leiki að baki á fjórum árum hjá félaginu.

Bonaventura á 18 A-landsleiki að baki fyrir Ítalíu en hann lék fyrir Atalanta og Milan áður en hann gekk í raðir Fiorentina.

Talið er afar líklegt að Anderson gangi til liðs við Juve í sumar, en óljóst er hvort Bonaventura sé reiðubúinn til að yfirgefa Flórens.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner