Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mán 15. apríl 2024 08:55
Elvar Geir Magnússon
Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White
Powerade
Niko Kovac er óvænt orðaður við Liverpool.
Niko Kovac er óvænt orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur áhuga á Gibbs-White.
Newcastle hefur áhuga á Gibbs-White.
Mynd: Getty Images
Dewsbury-Hall til Tottenham?
Dewsbury-Hall til Tottenham?
Mynd: Getty Images
Kovac, Gibbs-White, Edwards, Rashford, Koopmeiners, Dewsbury-Hall. Ekkert er betra en slúðurpakki og Powerade til að hefja nýja vinnuviku.

Króatinn Niko Kovac, fyrrum stjóri Bayern München, Mónakó og Wolfsburg, hefur óvænt verið orðaður við stjórastarf Liverpool en Jurgen Klopp lætur af störfum í sumar. (Mail)

Morgan Gibbs-White (24), sóknarmiðjumaður Nottingham Forest, er einn af efstu mönnum á óskalista Newcastle United fyrir sumarið. (Mirror)

Liverpool gæti reynt að kaupa enska vængmanninn Marcus Edwards (25) frá Sporting Lissabon á 30 milljónir punda í sumar. (Football Insider)

Marcus Rashford (26) verður áfram hjá Manchester United en Paris St-Germain segir að skýrt að félagið hafi engan áhuga á að kaupa enska sóknarmanninn. (Sun)

Chelsea er að undirbúa tilboð í hollenska miðjumanninn Teun Koopmeiners (26) en félagið sendi njósnara til að fylgjast með honum í sigri Atalanta gegn Liverpool í Evrópudeildinni. (Sportmediaset)

Tottenham hefur áhuga á Kiernan Dewsbury-Hall (25), miðjumanni Leicester, og gæti keypt hann fyrir 30-40 milljónir punda í sumar. (Football Insider)

Tottenham hefur einnig áhuga á ítalska varnarmanninum Riccardo Calafiori (21) sem hefur leikið frábærlega fyrir Bologna. (Tuttosport)

Spænski vængmaðurinn Bryan Gil (23) gæti reynt að komast frá Tottenham í sumar og félagið er tilbúið að selja hann. (Give Me Sport)

Everton vill fá belgíska miðjumanninn Leander Dendoncker (28) sem er hjá Napoli á láni frá Aston Villa. (Football Insider)

Barcelona er sannfært um að spænski miðvörðurinn Pau Cubarsí (17) muni skrifa undir nýjan samning þrátt fyrir áhuga nokkurra af stærstu félögum Evrópu. (Mundo Deportivo)

Barca vill líka framlengja samningi Lamine Yamal (16) en Paris St-Germain er líklegt til að gera risatilboð í spænska vængmanninn. (Nicolo Schira)

Bayern München hefur haft samband við Zinedine Zidane til að kanna hvort hann hafi áhuga á að taka við af Thomas Tuchel eftir tímabilið. (Marca)

Newcastle mun væntanlega bjóða Kiren Trippier (33) nýjan samning en núgildandi samningur enska bakvarðarins rennur út eftir næsta tímabil. (Football Insider)

Gabriel Heinze, fyrrum varnarmaður Argentínu og Manchester United, gæti komið inn í starfsteymi Mikel Arteta hjá Arsenal en Arteta hefur rætt við Heinze. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner