Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. maí 2020 18:04
Elvar Geir Magnússon
Búið að krýna Club Brugge belgíska meistara (Staðfest)
Club Brugge er belgískur meistari 2020.
Club Brugge er belgískur meistari 2020.
Mynd: Getty Images
Belgíska úrvalsdeildin hefur staðfest ákvörðun sem tekin var í síðasta mánuði og keppnistímabilinu hefur verið aflýst.

Búið er að krýna Club Brugge sem meistara í Belgíu en liðið var með 15 stiga forystu á Gent.

Þetta er 17. meistaratitill Club Brugge og þriðji á síðustu fimm tímabilum.

Liðið fer þar af leiðandi í Meistaradeild Evrópu.

Belgía var fyrsta deildin í Evrópu sem frestaði keppni.

Waasland-Beveren fellur úr deildinni, Gent fær Meistaradeildarsæti en Charleroi, Royal Antwerp og Standard Liege Evrópudeildarsæti.

Ari Freyr Skúlason og félagar í KV Oostende halda sæti sínu í efstu deild en liðið var tveimur stigum fyrir ofan fallsæti þegar keppni var hætt.
Athugasemdir
banner
banner