Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. maí 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Gunnar Nielsen spáir í aðra umferð í Færeyjum
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sonni Ragnar Nattestad í baráttunni.
Sonni Ragnar Nattestad í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Önnur umferð í færeysku úrvalsdeildinni hefst á morgun. Deildin fór af stað um síðustu helgi og fékk mikla athygli utan Færeyja enda lítið af fótboltaleikjum í gangi í heiminum þessa dagana.

Brynjar Hlöðversson, fyrrum leikmaður HB, fékk tvo rétta þegar hann spáði í leikina í fyrstu umferð.

Gunnar Nielsen, markvörður FH og færeyska landsliðsins, spáði í leiki helgarinnar fyrir Fótbolta.net.

TB 1 - 2 KÍ (13:00 á morgun)
Tvö söguleg félög að mætast hér. KÍ sem eru ríkjandi meistarar töpuðu fyrsta leik heima á móti B36 svo það er smá pressa á þeim núna. Ég held að þeir nái 2-1 sigri hér í jöfnum leik.

B36 3- 0 AB (14:00 á sunnudag)
Eftir góðan sigur á KÍ í síðustu umferð eru B36 fullir sjálfstrausts og fara létt með þennan leik. Öruggur 3-0 sigur spái ég. Sonni Ragnar Nattestad fyrrum leikmaður FH er að fara eiga gott tímabil með B36 og þeir eru taldir sigurstranglegir í ár.

Víkingur 2 - 0 Skála (14:00 á sunnudag)
Eftir svekkjandi 0-0 jafntefli í fyrsta leik, þá þarf minn maður Atli Gregersen og félagar hans í Víking að vinna þennan leik. Ég spái öruggum 2-0 sigri Víkinga.

ÍF 1 - 2 HB (14:00 á sunnudag)
Uppeldisfélagið mitt HB, sem er sigursælasta liðið í Færeyjum ætla sér stóra hluti í sumar og byrjuðu mótið vel. Ég spái jöfnum og erfiðum baráttuleik en mínir menn ná að knýja fram 2-1 sigur.

EB/Streymur 1 - 3 NSÍ (16:00 á sunnudag)
NSÍ er með markakónginn í Færeyjum, Klæmint Andrasson Olsen í sínum röðum. Hann setur eitt eða tvö í þessum leik og NSÍ vinna 3-1 sigur.

Fyrri spámenn:
Brynjar Hlöðversson (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner