Magnús Gylfason, þjálfari Vals í Pepsi-deild karla, var skiljanlega ósáttur með 1-2 tap liðsins gegn Víkingum í kvöld en Fótbolti.net ræddi við hann eftir leik.
Valsmenn komust yfir en Aron Elís jafnaði um hæl. Sigurmarkið kom svo undir lok leiks þar sem Henry Monaghan skoraði eftir fyrirgjöf frá Aroni.
,,Þetta er hrikalega svekkjandi. Við erum með gott lið og háleit markmið og svona leikir eru ekki í boði ef þú ætlar þér eitthvað," sagði Magnús við Fótbolta.net.
,,Þetta er bara púra einbeitingarleysi og sofnum á verðinum en erum glaðir að komast í 1-0 og síðan fáum við mark í andlitið á sömu mínútu. Töpum boltanum eftir innkast og hann fær að vaða á vörnina hann Aron, hörkuleikmaður og áttum í erfiðleikum með hann í dag."
,,Á heimavelli vil ég meira og auðvitað vil ég meira frá mínu liði af því það er gott. Í stöðunni 1-1 var þetta alltaf stórhættulegt og þeir refsuðu okkur og við þurfum bara að sitja uppi með það."
James Hurst var ekki í leikmannahópnum hjá Val í kvöld en hann hefur verið frá í síðustu tveimur leikjum. Hurst var aftur á móti mættur til Dubai síðustu helgi í skemmtiferð og Magnúsi þótti það hið minnsta mál.
,,Við höfum saknað svolítið fyrirgjafanna frá Hurst sérstaklega þegar í fyrra hluti móts var að koma mikið af hættu þar en við vorum að gefa fyrir og það vantaði menn í boxið."
,,Hann er enn meiddur og ég held að hann sé að verða klár. Dubai, hann var bara meiddur og fékk að fara í frí og menn verða að velja sér stað og hann fékk leyfi til að fara í frí."
,,Það var ekkert svoleiðis. Hann var meiddur og fékk að fara í frí og er að koma til baka og vonandi styrkir hann okkur í næsta leik."
,,Fer ekki Wayne Rooney á hveru ári í recoveringu þegar hann meiðist? Eigum við ekki að telja að þetta sé eðlilegt hjá Tjöllunum," sagði Maggi að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir






















