Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Turnar Segja Sögur: Svikahrappar & hæfileikasóun
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
Enski boltinn - Bíómyndahandrit
Spenna í 2. deild, línur nokkuð skýrar í 4. deild og playoffs klár í 5. deild
Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
banner
   sun 15. júní 2014 09:00
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Gummi Steinars: Ingvar Jóns á meira hrós skilið
Guðmundur Steinarsson.
Guðmundur Steinarsson.
Mynd: Jón Örvar Arason
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar.
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í dag. Guðmundur Steinarsson er einn af sérfræðingum Fótbolta.net en hann fór yfir umferðina í útvarpsþætti okkar í gær. Í spilaranum hér að ofan er hægt að hlusta á upptöku af yfirferðinni.

17:00 FH - Þór
Það verður spennandi að sjá hvort þetta verði enn einn 1-0 sigurinn hjá FH. Fyrirfram þá held ég að þetta verði þægilegur sigur fyrir FH. Maður er ekki að sjá hvar Þórsarar eiga að finna eitthvað hjá sér til að brjóta FH á bak aftur.

17:00 Breiðablik - ÍBV
Guðjón Pétur Lýðsson var frískur í síðasta leik og er kannski að finna sig núna. Nú er kominn nýr maður í brúnna eru Blikar kannski að fá nýja byrjun og gefur þeim von um að geta siglt upp töfluna. ÍBV var óheppið í síðasta leik en þarf að fá sigur og eflast í trúnni. Ég fer ekkert ofan af því að sú ákvörðun að fá Abel Dhaira í markið aftur er stórfurðuleg. Ég held að vörnin treysti Abel ekki.

19:15 Fjölnir - Fram
Það tekur tíma fyrir yngri leikmennina að taka ábyrgð en þeir eldri eru ekki að skila neinu eins og staðan er núna; ekki Jói Kalli, ekki Viktor og ekki Tryggvi. Í raun mega Framarar þakka Ögmundi markverði fyrir þau stig sem þeir eru með.

19:15 Valur - Víkingur
Víkingarnir eru að taka þetta á baráttunni og Aron Elís Þrándarson getur tekið upp á ólíkelgustu hlutum. Víkinga eru með ágætis blöndu. Þeir eru að skila inn baráttustigum. Igor Taskovic er að gera góða hluti, spilar fótbolta á einfaldan og árangursríkan hátt.

19:15 KR - Fylkir
KR er með hörkumannskap og þarf að þjappa sér saman og spila sem liðsheild. Mér finnst oft eins og það séu of margir hjá KR að berjast um athyglina, of margir sem vilja hirða fyrirsagnirnar og fá tvö M í Mogganum í stað þess að fá stigin þrjú. Þegar þeir hætta því eru þeir með besta hópinn í landinu.

20:00 Keflavík - Stjarnan
Ólafur Karl Finsen hefur komið mér á óvart og svo á Ingvar Jónsson markvörður meira hrós skilið. Hann er orðinn klettur þarna varnarlega. Ég hélt að Stjarnan yrði í basli í sumar en þarf að éta það ofan í mig.
Athugasemdir