Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. júlí 2018 10:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard til Real Madrid á 200 milljónir?
Powerade
Hazard gæti verið á förum frá Chelsea.
Hazard gæti verið á förum frá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Bonucci er orðaður við Man Utd.
Bonucci er orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Á Sturridge framtíð hjá Liverpool?
Á Sturridge framtíð hjá Liverpool?
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í slúðrinu í dag eins og flesta aðra sunnudaga.



Barcelona hefur verið boðið að kaupa Paul Pogba (25) frá Manchester United. Umboðsmaður hans sagði við Börsunga að Pogba væri óánægður með lífið undir stjórn Jose Mourinho. (Mundo Deportivo)

Real Madrid er tilbúið að bjóða 200 milljónir punda í Eden Hazard (27), sem ýjað hefur að brottför frá Chelsea. (Mail on Sunday)

Real er að ræða við liðsfélaga Hazard hjá Chelsea, markvörðinn Thibaut Courtois (26). (HLN)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill fá Leonardo Bonucci (31), miðvörð AC Milan og er tilbúinn að greiða 30 milljónir punda fyrir hann. Milan þarf að afla sér 45 milljónum punda áður en félagaskiptaglugginn lokar. (Sunday Express)

Chelsea hefur boðið Juventus að fá Alvaro Morata (25) í staðinn fyrir Gonzalo Higuain (30). Chelsea er líka tilbúið að selja Olivier Giroud, aðeins sex mánuðum eftir að félagið keypti hann frá Arsenal. (Sunday Mirror)

Luke Shaw (23), vinstri bakvörður Man Utd, hefur hafnað tækifærinu að fara til Everton. (Sunday Times)

Gareth Bale (28) mun snúa aftur til æfinga hjá Real Madrid á mánudag og býst við því að ræða við Julen Lopetegui, nýjan stjóra félagsins, um framtíð sína. (Mail on Sunday)

Napoli er að biðja um 80 milljónir punda fyrir varnarmanninn Kalidou Koulibaly (27). Chelsea hefur sýnt honum áhuga. (Sunday Mirror)

Vonir Arsenal að kaupa portúgalska miðjumanninn Andre Gomes (24) frá Barcelona hafa aukist eftir að hann fór ekki með í æfingaferð Katalóníustórveldisins. (Sport)

Arsenal vill fá úrúgvæska miðjumanninn Rodrigo Bentancur (21) frá Juventus. (Gazzetta dello Sport)

Mousa Dembele (30), miðjumaður Tottenham, hafnaði að ganga til liðs við Inter Milan en gæti enn farið frá Spurs í sumar. (Sun on Sunday)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að sóknarmaðurinn Daniel Sturridge (28) gæti átt framtíð hjá félaginu. (Sky Sports)

Enski miðjumaðurinn Isaac Hayden (23) er búinn að biðja um að fá að fara frá Newcastle. (Sunday Mirror)

Brighton vill kaupa Hayden. (Newcastle Chronicle)

Everton og Bournemouth eru að íhuga að kaupa Diego Laxalt (25), úrúgvæskan miðjumann Genoa á 18 milljónir punda. (Sun on Sunday)

Burnley ætlar að reyna að næla í Sam Clucas (27) frá Swansea á 12 milljónir punda áður en Evrópuævintýri félagsins byrjar. Burnley hefur þá róað áhuga sinn á Craig Dawson (28), miðverði West Brom. (Sun on Sunday)

West Ham ætlar að halda áfram að styrkja lið sitt í sumar og beina spjótin nú að Bernard (25), brasilískum framherja Shakhtar Donetsk. (Ojoco)

Cardiff hefur áhuga á Matt Phillips (27), kantmanni West Brom. Middlesbrough og Newcastle eru líka áhugasöm um leikmanninn. (Mail on Sunday)

Demetri Mitchell (21), bakvörður Manchester United, er á óskalista Derby County. (Sun on Sunday)

United er á meðal þeirra félaga sem eru á eftir Dylan Crowe (17). Crowe er með atvinnumannasamning á borðinu frá Ipswich. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner