Jakob Gunnar Sigurðsson, leikmaður Völsungs, er búinn að ákveða sitt næsta skref á ferlinum og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann búinn að skrifa undir samning við KR. Kaupin verða líklegas staðfest af félögunum á næstunni.
KR kaupir framherjann af Völsungi en hann mun klára tímabilið á Húsavík á láni. Jakob var mjög eftirsóttur en samkvæmt heimildum Fótbolta.net fengu Þór, KA, Víkingur, ÍA, KR og Stjarnan öll samþykkt tilboð í kappann.
KR kaupir framherjann af Völsungi en hann mun klára tímabilið á Húsavík á láni. Jakob var mjög eftirsóttur en samkvæmt heimildum Fótbolta.net fengu Þór, KA, Víkingur, ÍA, KR og Stjarnan öll samþykkt tilboð í kappann.
Öll tilboðin voru samþykkt með því skilyrði að Jakob myndi klára tímabilið með Völsungi.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net fær Völsungur um 2 milljónir fyrir framherjann og prósentu af næstu sölu.
Jakob er sautján ára unglingalandsliðsmaður og hefur skorað ellefu mörk í 2. deild í sumar. Hann skoraði síðast fyrir mánuði síðan en getur komið sér aftur af stað í markaskoruninni þegar Völsungur mætir Haukum í Fótbolta.net bikarnum á miðvikudag.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir