Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
   mán 15. júlí 2024 22:43
Sölvi Haraldsson
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var mjög kærkomið. Við börðumst eins og ljón í dag og áttum skilið þessi þrjú stig í kvöld.“ sagði Orri Sveinn Segatta, varnarmaður og markaskorari Fylkis í kvöld, eftir 3-0 sigur á ÍA í Árbænum.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 ÍA

Orri segir að Simeone væri stoltur af þessum seinni hálfleik hjá Fylki. Verjast í 45 mínútur og setja svo mark í lokin til að klára leikinn.

Vá, þvílíkt mark. Þetta var svo fallegt að standa af sér 45 mínútur af hornum og fyrirgjöfum og skora svo í lokin. Simeone væri stoltur af þessu held ég.

Það var baráttuandi í Fylkismönnum í dag og Orri var stoltur af liðinu og varnarleiknum.

Þetta er geggjað. Ítölsku ræturnar bara þarna, tæklingar. Henda sér í allt, fórna sér í alla bolta, við vorum geggjaðir í vörninni í dag og gerðum það alveg hiklaust.

Það var geggjað veður á höfuðborgarsvæðinu í dag en Orri sagði að það hafi verði allt of heitt í dag, hann hefði viljað lægðina sem var í gær.

„Það var bara allt of heitt, allt of heitt. Maður hefði viljað lægðina sem var í gær en við tökum þessu. Frábært að sjá svona marga á vellinum í kvöld.“ sagði Orri Sveinn.

Viðtalið við Orra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner