„Tilfinningin er bara mjög góð, við erum náttúrulega tveimur deildum neðar og tökum þátt í þessum bikar til þess að fá svona eitt gott verkefni. Við fórum í svolitið low block og það gekk vel". Sagði Óðinn Sæbjörnsson eftir tap gegn Gróttu á útivelli.
KFS getur tekið marga jákvæða punkta úr þessum leik samkvæmt Óðni.
„Ég er gríðarlega stoltur af strákunum og við byggjum ofan á þetta".
„Góðir varnarlega, gáfum lítið af færi á okkur, gefum á móti mörk. En þetta er klisja, mörkin sem við fáum á okkur og allir fá sér þetta er ódýrt. En jú virkilega sáttur við okkar leik".
Óðinn sagði að skerpa þyrfti á sókninni.
„Við fáum gópa möguleika upp á vellinum, en jú jú það þarf að skerpa á því. En þetta er eins og ég segi þetta eru tvær deildir á milli og við nýtum þessa möguleika í okkar deild, það myndi ég halda."